Verkalýðsfélag Borgarness og Borgarbyggð standa fyrir opnum fundi á Hótel Borgarnesi miðvikudagskvöldið 12. janúar kl. 20.30.
Á fundinum munu þeir Ragnar Guðmundsson framkvæmdastjóri fjármálasviðs Norðuráls og Kristján Sturluson framkvæmdastjóri starfsmannasviðs Norðuráls gera grein fyrir þeirri uppbyggingu sem framundan er hjá fyrirtækinu á Grundartanga.
Allir velkomnir
Verkalýðsfélag Borgarness
Borgarbyggð