Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur samþykkt nýjar reglur um umferð í sveitarfélaginu skv. heimild í 3. mgr. 81. gr. umferðarlaga nr. 50/1987.
Samkvæmt reglunum er leyfilegur hámarkshraði í íbúðargötum í Borgarbyggð nú 30 km/klst.
Undantekning er hámarkshraði um Borgarbraut, frá gatnamótum við Egilsgötu og út Borgarbraut til norðurs þar sem áfram verður hámarkshraði 50 km/klst.
Hámarkshraðinn 30 km/klst gildir í Borgarnesi, á Hvanneyri, á Bifröst, á Varmalandi, á Kleppjárnsreykjum, í Árbergi við Kleppjárnsreyki, í Reykholti og í Ásbrún í Bæjarsveit.
Einnig hefur Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkt að afnema hægri rétt á Túngötu (frá hringtorgi að Ásvegi) á Hvanneyri en þess í stað verður aðalbrautarréttur með biðskyldu.
Umferð um Túngötu (frá hringtorgi að Ásvegi) hefur því aðalbrautarrétt með biðskyldu við eftirtalin gatnamót:
Túngata 1 – 8, Túngata 9 – 18, Túngata 17, Túngata 19 – 22, Túngata 23 – 27, Túngata 26 – 28, Túngata 29, Sóltún.
Sveitarstjórn hefur samþykkt „auglýsingu um umferð“ varðandi þessa breytingu og hefur hún verið birt í Lögbirtingarblaði og öðlast breytingin þegar gildi.
Fyrir hönd framkvæmdasviðs Borgarbyggðar,
Jökull Helgason
Forstöðumaður framkvæmdasviðs