Nú er hafin flugeldasala hjá björgunarsveitum í Borgarbyggð. Flugeldasalan er stærsti þátturinn í tekjuöflun björgunarsveitanna. Styðjum þeirra góða starf og kaupum flugeldana í heimabyggð. Björgunarsveitirnar Heiðar og Brák eru með sína sölu í Pétursborg í Brákarey en Björgunarsveitin Ok í Bútæknihúsinu á Hvanneyri og við Blómaskálann á Kleppjárnsreykjum. Auglýsingu um opnunartíma má sjá hér.