Hreinsistöðvar í Borgarbyggð

desember 16, 2009
Frá heilbrigðiseftirliti Vesturlands
Þessa dagana er verið að taka í notkun hreinsistöðvar fyrir fráveitu á Bifröst, Varmalandi, Reykholti og Hvanneyri. Orkuveitan byggði þessar stöðvar og mun sjá um rekstur þeirra.
Vegna þessara framkvæmda munu fráveitumál á þessum stöðum verða með þeim bestu sem þekkjast hérlendis. Rekstur hreinsistöðva er viðkvæmur sérstaklega þegar hreinsa þarf mikla fitu. Fitan getur truflað hreinsibúnaðinn og aukið á viðhald hans. Orkuveitan hefur miklar áhyggjur af fitusöfnun í hreinsistöðvum. Íbúar á ofangreindum svæðum svo og fyrirtæki eru hvött til að hafa þetta í huga þegar þau hella niður úrgangi. Þetta á ekki síst við um notaða matarolíu sem koma ætti til gámastöðvar í Borgarnesi í stað þess að hella henni niður.
Bent skal á að skv. fráveitusamþykkt Borgarbyggðar frá 2007 ,,er óheimilt að láta í fráveitu sveitarfélagsins, spilliefni, hvers kyns olíur, bensín, lífræn leysiefni eða annað það sem skemmt getur eða truflað rekstur fráveitu­kerfisins”.
Með ósk um ánægjulegt samstarf og gleðileg jól.
 
 

Share: