Björgunarsveitin Heiðar verður með jólatrjáasölu í samvinnu við Skógræktarfélag Borgarfjarðar í Grafarkotsskógi laugardaginn 14. og sunnudaginn 15. des. kl. 12.00 – 16.00. Björgunarsveitarmenn verða á staðnum og aðstoða fólk við að velja sér jólatré og fella það. Þeir munu svo sjá um að pakka trjánum.
Grafarkotsskógur er við þjóðveg 1 milli BSRB Munaðarnes og Bifrastar.