Okkar lið í Útsvari á laugardag

desember 10, 2009
Fulltrúar Borgarbyggðar í Útsvari keppa fyrir sitt heimahérað á laugardaginn kemur. Í liðinu eru þau Heiðar Lind Hansson, Hjördís H. Hjartardóttir og Stefán Einar Stefánsson. Þau keppa við Álftanes í þessum 1. þætti 2. umferðar og hefst viðureignin kl. 20:10.
Í fyrstu umferð náði liðið þeim góða árangri að fá 101 stig (kepptu gegn Akureyri sem sigraði naumlega með tveggja stiga mun) og eru því langstigahæsta tapliðið og það þriðja í röðinni af liðunum yfirleitt.
 
Ljósmynd: RÚV.

Share: