Sr. Geir Waage sextugur

desember 8, 2010
Tilkynning frá Reykholtskórnum:
Næstkomandi föstudag, 10. desember verður sr. Geir Waage sóknarprestur í Reykholti sextugur. Af því tilefni heldur Reykholtskórinn tónleika honum til heiðurs. Tónleikarnir verða í Reykholtskirkju á afmælisdaginn og hefjast kl. 20.30. Strax á eftir bjóða sóknarnefndir í prestakallinu upp á veitingar í safnaðarsal kirkjunnar. Sóknarbörn, vinir og velunnarar sr. Geirs eru hjartanlega velkomin.
 

Share: