Jólaútvarp Grunnskólans í Borgarnesi

desember 7, 2015
 
Útsendingar jólaútvarps Grunnskólans í Borgarnesi hefjast í dag, mánudag og standa yfir fram á föstudagskvöld. Jólaútvarpið er mjög metnaðarfullt verkefni sem allir nemendur skólans koma að. Dagskráin hefst kl. 10 í dag með ávarpi útvarpsstjóra, Snæþórs Bjarka Jónssonar, sem er einnig formaður nemendafélagsins. Síðan tekur við þétt og góð dagskrá sem samanstendur meðal annars af hljóðrituðum þáttum, fréttum, viðtölum og tónlist. Umfangsmesti þáttur vikunnar er á föstudag en þá verða pallborðsumræður þar sem sveitarstjórnarmenn mæta í hús auk annarra áberandi einstaklinga í mannlífi Borgarbyggðar.
Fréttablaðið greinir frá tilurð jólaútvarpsins í umfjöllun í blaðinu í dag undir fyrirsögninni „Hlustað á hverju heimili“
Netútsendingar má nálgast á www.grunnborg. is. Dagskránni er dreift í öll hús í Borgarnesi auk þess sem hún er birt í héraðsfréttablöðunum Skessuhorni og Íbúanum og á www.grunnborg.is. Jólaútvarpið er einnig á Facebook undir FM Óðal 101,3.
 

Share: