Vegna vatnstjóns í Logalandi

desember 7, 2011
Vegna vatnstjóns í félagsheimilinu Logalandi í Reykholtsdal hafa tónleikar Tónlistarskólans sem vera áttu 10. og 13. desember verið færðir til. Tónleikarnir verða í Reykholtskirkju föstudaginn 9. des. kl. 20.00 og í Þinghamri þriðjudaginn 13. des kl. 20.30. Þá fellur niður jólamarkaður sem vera átti í Logalandi næstkomandi laugardag. Enn er ekki útséð um skötuveislu sem áformuð var um aðra helgi og gera ungmennafélagar í Reykholtsdal sér vonir um að hægt verði að halda skötuveislu á efri hæð hússins. Um það verður tilkynnt síðar.
 

Share: