Jólakort skólabarna á Hvanneyri

desember 6, 2010
Nemendur Grunnskóla Borgarfjarðar á Hvanneyri hafa í mörg ár teiknað jólakort sem þau hafa selt og hefur ágóðinn af sölunni runnið til góðgerðamála. Í ár rennur ágóðinn af jólakortasölunni til Pálfríðar Sigurðardóttur frá Stafholtsey, en hún gekkst undir erfiða hjartaaðgerð núna í haust. Jólakortin eru til sölu í skólanum og nemendur verða einnig með aðstöðu á jólamarkaðinum í Ullarselinu þann 9. desember frá 16.00-18.00.
 

Share: