Kynferðislegt áreiti – Í okkar samfélagi?

desember 5, 2012
Frá samstarfshópi um forvarnir í Borgarbyggð:
Kynferðislegt áreiti/tæling á netinu og öðrum rafrænum miðlum
Í okkar samfélagi?
Að gefnu tilefni vill Samstarfshópur um forvarnir í Borgarbyggð beina athygli foreldra að netnotkun og öðrum rafrænum samskiptum barna.
Netið er í auknum mæli notað til að beita börn kynferðislegu ofbeldi, bæði með myndbirtingum þar sem börn eru sýnd á kynferðislegan hátt, með kynferðislegum skrifum við myndir, gegnum leiki og á samskiptasíðum.
Nýlegt dæmi er um að einstaklingur hafi komist í samband við barn í gegnum vinsæla tölvuleikinn ClubPenguin og spjallað mjög ósæmilega við það.
Facebook, MSN, Skype o.þ.h. auðvelda mjög aðgang að börnum. Einstaklingur sem stundar svokallaða nettælingu setur sig í samaband við barn á netinu, reynir að byggja upp trúnað, traust og vináttu þess, t.d. með því að hrósa því og sýna því umhyggju með það að markmiði að tryggja sér aðgang að því seinna meir í kynferðislegum tilgangi.
Áttum okkur á því að þessir hlutir geta átt sér stað í samfélginu okkar eins og annarsstaðar. Leiðbeinum börnunum og fylgjumst með því við hverja þau hafa samskipti á rafrænum miðlum.
Kynferðisleg áreitni er refsiverð.
Með lögum sem samþykkt voru á Alþingi í júní 2012 var bætt við ákvæði sem lýtur að áreitni á netinu í 202 gr. almennu hegningarlaganna:
Hver sem með samskiptum á netinu, annarri upplýsinga- eða fjarskiptatækni eða með öðrum hætti mælir sér mót við barn yngra en 15 ára í því skyni að hafa við barnið samræði eða önnur kynferðismök eða til að áreita það kynferðislega á annan hátt skal sæta fangelsi allt að 2 árum. orðast svo(með breytingarlögum Samþykkt á Alþingi 11. júní 2012).

Finna má gagnlegar upplýsingar á meðfylgjandi slóðum
 

Share: