Aðventutónleikar í Reykholtskirkju

desember 4, 2013
Reykholtskirkja_gó
Reykholtskórinn í Borgarfirði býður til aðventutónleika í Reykholtskirkju föstudaginn 6. desember nk. kl. 20.30. Stjórnandi kórsins er Viðar Guðmundsson og leikur hann einnig með á píanó og orgel. Á trompet spilar Michael Roger Vägsjö. Einsöng syngja Barbara Guðbjartsdóttir, Dagný Sigurðardóttir, Lára Kristín Gísladóttir og Snorri Hjálmarsson. Eftir tónleikana verður boðið upp á veitingar í safnaðarsal kirkjunnar.
Aðgangseyrir er enginn, en þeim sem vilja styrkja starf kórsins er bent á söfnunarbauk sem verður á staðnum. Allir velkomnir.
 

Share: