Frá og með 03. desember 2012 verður biðstöð Strætó við Hyrnuna í Borgarnesi færð að Olís.
Þessi breyting á sér stað vegna framkvæmda við Hyrnuna og stendur tímabundið yfir.
Í fréttatilkynningu frá Strætó er beðist velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
Nánari upplýsingar veitir Þjónustuver Strætó í síma 540-2700.