Undirbúningur vegna sýningar um sr. Magnús Andrésson á Gilsbakka (1845-1922) stendur nú yfir í Safnahúsi.
Sr. Magnús gegndi mörgum merkum hlutverkum í héraði á sínum tíma og fyrir utan prestsstörfin má nefna að hann var alþingismaður Mýramanna, virtur kennari og homopati sem leitað var til víða að af landinu. Um undirbúning sýningarinnar og skemmtilega frásögn af bréfi Eggerts Eiríkssonar frá árinu 1915 til sr. Magnúsar, má lesa á heimasíðu safnahúss www.safnahus.is