Lögbundin hunda- og kattahreinsun verður í Borgarbyggð á eftirtöldum stöðum:
– Borgarnesi þriðjudaginn 1. desember í slökkvistöðinni við Sólbakka. Fyrir hunda kl. 17:00 -19:00. Fyrir ketti kl. 19:15 – 20:00. Gunnar Gauti Gunnarsson annast hreinsunina.
– Bifröst mánudaginn 30. nóvember í kyndistöðinni kl. 16:00 – 18:00. Gunnar Gauti Gunnarsson annast hreinsunina.
– Hvanneyri miðvikudaginn 2. desember í slökkvistöðinni kl. 18:00 – 19:15. Edda Þórarinsdóttir annast hreinsunina.
– Reykholt og Kleppjárnsreykir Til að þjónusta eigendur gæludýra á þessum tveimur þéttbýlisstöðum mun verða komið við hjá eigendum skráðra gæludýra eftir samkomulagi þar sem þau eru svo fá. Edda Þórarinsdóttir annast hreinsunina.
Þeir eigendur hunda og katta í þéttbýli Borgarbyggðar sem ekki mæta með dýr sín til þessarar hunda- og kattahreinsunar eru beðnir um að skila vottorði á skrifstofu Borgarbyggðar fyrir áramót um að dýr þeirra hafi verið hreinsuð annars staðar.
Sjá tilkynningu frá umhverfisúlltrúa hér