Safnahús – málverkasýning Birnu Þorsteinsdóttur

nóvember 20, 2014
Málverkasýning Birnu Þorsteinsdóttur, „Sýn“, verður opnuð í Safnahúsi Borgarfjarðar laugardaginn 22. nóvember kl. 14.00.
Birna Þorsteinsdóttir er tónlistarkennari og starfar við Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Hún lærði við Myndlistarskóla Reykjavíkur um tíma, ásamt því að sækja myndlistarnámskeið. Birna var meðal stofnenda Myndlistarfélags Borgarfjarðar á sínum tíma og tók í þátt í nokkrum samsýningum á Vesturlandi í faramhaldi af því en þetta er hennar fyrsta einkasýning.
Sýning Birnu er í Hallsteinssal í Safnahúsi og stendur til 19. desember.
 

Share: