Breytingar á lögheimili – tilkynna eigi síðar en 11. desember!

nóvember 20, 2014
Vakin er athygli á að tilkynningar um breytingar á lögheimili þurfa að berast eigi síðar en fimmtudaginn 11. desember svo unnt sé að tryggja að einstaklingar séu rétt skráðir í íbúaskrá miðað við 1. desember þessa árs.
Sérstök athygli er vakin á því að einstaklingar geta tilkynnt flutning á vef Þjóðskrár Íslands, skra.is. Ef lögheimilisflutningur er tilkynntur rafrænt þá fer tilkynningin sjálfkrafa í beiðnakerfi Þjóðskrár Íslands og er skráður eigi síðar en næsta virka dag. Hátt í 50% lögheimilistilkynninga berast nú rafrænt til skráningar.
 

Share: