Alþjóða sykursýskisvarnardagur Lionshreyfingarinnar er á morgun 14. nóvember en mánuðurinn er tileinkaður baráttu Lions gegn sykursýki. Af þessu tilefni er boðið upp á ókeypis blóðsykursmælingar á vegum Lions víðs vegar um landið.
Lionsklúbbarnir í Borgarnesi bjóða upp á blóðsykursmælingu í Hyrnutorgi á morgun, föstudaginn 14. nóvember kl. 15.00-17.00. Mikilvægt er að láta mæla blóðsykurinn reglulega. Fólk er hvatt til að nota þetta góða tækifæri og allir eru velkomnir í mælingu.