Nú fer hver að verða síðastur að sjá örsýninguna um Gunnu á Húsafelli og Kristleif Þorsteinsson á Stóra Kroppi. Einungis eru nokkrir sýningardagar eftir. Af þessu tilefni verður boðið upp á hádegisleiðsögn með fróðleik um þessi merku frændsystkin föstudaginn 11. nóvember kl. 12.30. Leiðsögnin tekur 25 mínútur og það er Guðrún Jónsdóttir forstöðumaður Safnahúss sem segir frá.