Sagnakvöld Safnahúss 12. nóvember

nóvember 10, 2015
Sagnakvöld Safnahúss verður kl. 20.00 fimmtudaginn 12. nóv. Það er árlegur viðburður á vegum Héraðsbókasafns þar sem það helsta í borgfirskri útgáfu er kynnt og lesið upp úr nokkrum nýjum bókum. Dagskráin tekur um klukkutíma og heitt verður á könnunni á eftir. Að venju verða bækur seldar á staðnum og áritaðar sé þess óskað. Lesið verður upp úr eftirtöldum bókum:
Þá hló Skúli– ævisaga Skúla Alexanderssonar (alþingis- og athafnamanns á Hellissandi) eftir Óskar Guðmundsson
Undir Fíkjutré – saga af trú, von og kærleika eftir Önnu Láru Steindal (saga innflytjandans Ibrahem Al Danony Mousa Faraj, ekki síst eftir að hann kemur til Íslands)
Sindur– ljósbrot frá eyðibýli eftir Ólöfu Þorvaldsdóttur (um Narfastaði í Melasveit).
Fjórða atriðið á dagskránni er tónlist eftir unga tónlistarkonu úr Borgarfirði Soffíu Björgu Óðinsdóttur. Soffía er meðlimur í Vitbrigðum Vesturlands. Hún er með BA gráðu í tónsmíðum og hefur vakið athygli fyrir fallega rödd og ríka tónlistargáfu. Hún kom fram á Airwaves nýverið og vinnur nú að upptökum á plötu með eigin tónsmíðum og flytur efni af henni á sagnakvöldinu.
Aðgangur er ókeypis en söfnunarbaukur á staðnum.
 
Einnig skal minnt á fyrirlestur og bókarkynningu í Safnahúsi
laugardaginn 14. nóv. kl. 11.00: Þar verður kynnt bókin Utangarðs? Ferðalag til fortíðar, eftir Halldóru Kristinsdóttur og Sigríði H. Jörundsdóttur. Myndskreytingar eru eftir Halldór Baldursson. Höfundar kynna. Bókin fjallar um utangarðsfólk á Vesturlandi og Vestfjörðum og á laugardaginn verður sérstaklega sagt frá borgfirsku fólki; Svani Jónssyni frá Grjóteyrartungu og Kristínu Pálsdóttur frá Eystri-Leirárgörðum (var víða í Borgarfirði, m.a. á Gilsbakka).
 
Laugardaginn 21. nóv. kl. 13.00 verður svo opnuð sýning á myndyrðingum Bjarna Guðmundssonar: „Leikið með strik og stafi“, sjá nánar auglýst síðar.

 

Share: