Forvarna- og æskulýðsball í Borgarnesi

nóvember 10, 2009
Frétt af vef unglinganna í Óðali.

 
Hljómsveitin Buff
Næstkomandi fimmtudag mun Nemendafélag Grunnskóla Borgarnes og félagsmiðstöðin Óðal halda árlegt Forvarna- og æskulýðaball.
Þessi frábæri viðburður á sér langa sögu í félagsstarfi unglinga á Vesturlandi og teygir reyndar anga sína í Dalina og allt norður á Hólmavík og Blönduós. Dansleikurinn verður haldin í hátíðarsal Menntaskóla Borgarfjarðar.

Húsið opnar kl. 19:30. þá munu DJ sveinar Óðals þeyta skífum til kl: 20:30. Þá mætir frægur leynigestur á svæðið sem mun án efa trylla lýðinn. Um kl. 21:00 stígur hljómsveitinn Buff á svið og mun gera allt vitlaust til kl. 23:00. Dagana fyrir hátíðina munu krakkarnir í Grunnskólans í Borgarnesi vinna forvarnavinnu og er yfirskriftin í ár Einelti og meðferð tóbaks.
Þema á ballinu eru litir og munum við verðlauna litríkustu fötin, en án efa mun litríkur persónuleiki verma þann klæðnað.
Það er okkar einlæga von að sjá sem flesta unglinga þetta kvöld eins og alltaf.
Sjáumst hress og spyrjum: Ert þú litríkur?
 
Kveðja unglingarnir í Óðali.
 

Share: