Járningadagar fóru fram að Völlum í Ölfusi dagana 25. og 26. október s.l. Þar var einnig haldið Íslandsmót í járningum og kepptu níu járningamenn um Íslandsmeistaratitilinn. Gunnar Halldórsson frá Arnbjörgum á Mýrum sigraði keppnina og varð þar með Íslandsmeistari í járningum annað árið í röð. Myndin var tekin þegar Björn Bjarki Þorsteinsson forseti sveitarstjórnar Borgarbyggðar færði Gunnari blómvönd og hamingjuóskir frá sveitarfélaginu.
Til hamingju Gunnar!