Gildran í Logalandi

nóvember 4, 2010
Hljómsveitin Gildran verður með tónleika í Logalandi laugardaginn 6. nóvember næstkomandi. Tónleikarnir eru útgáfutónleikar í tilefni af útgáfu af nýjum diski þeirra “Vorkvöld” og jafnframt fyrstu tónleikarnir í tónleikaröð Gildrunnar nú í nóvember. Diskurinn var tekinn upp á afmælistónleikum í Mosfellsbæ í maí síðastliðnum en þeir Gildrufélagar fagna 30 ára afmæli hljómsveitarinnar í ár.
Hljómsveitina skipa þeir Birgir Haraldsson sem syngur og spilar á gítar, Þórhallur Árnason bassaleikari, Karl Tómasson trommuleikari og Sigurgeir Sigmundsson gítarleikari. Gildran er rokkhljómsveit úr Mosfellsbænum sem hefur gefið út sjö plötur og á nokkra smelli sem allir þekkja s.s. Vorkvöld í Reykjavík

Share: