Þrettándagleði í Englendingavík

janúar 2, 2015
Þrettándagleði verður haldin í Englendingavík í Borgarnesi þriðjudaginn 6. janúar 2015 og hefst kl. 18,30.
Þar verður flugeldasýning í boði Borgarbyggðar, Björgunarsveitarinnar Brákar í Borgarnesi og Björgunarsveitarinnar Heiðars á Varmalandi. Einnig álfasöngur, heitt súkkulaði, smákökur og gleði.
Fólk er beðið að koma ekki með eigin flugelda á svæðið.
 
 

Share: