Kristín Lilja Lárusdóttir hefur verið ráðin til ráðhúss Borgarbyggðar við afgreiðslu- og innheimtustörf.
Kristín Lilja lauk B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst og stundar nú meistaranám í forystu og stjórnun við sama háskóla.
Kristín Lilja hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu og starfaði hún meðal annars í 12 ár hjá Íslandsbanka við hin ýmsu störf tengd banka- og fjármögnunarþjónustu.
Kristín er fædd og uppalin í gamla Kolbeinsstaðahreppnum en flutti til Borgarness í ágústmánuði þessa árs ásamt sambýlismanni sínum, syni og stjúpsyni. Kristín Lilja er boðin velkomin til starfa.