Harpa Þórðardóttir, MA í sálfræði hefur ráðið sig til starfa í 50% starfshlutfall hjá Borgarbyggð. Hún mun starfa með Ásþóri Ragnarssyni sálfræðingi að greiningu og ráðgjöf í leik- og grunnskólum.
Bjarfríður Leósdóttir og Berglind Bjarnadóttir, talmeinafræðingar hafa einnig hafið störf sem verktakar fyrir Borgarbyggð. Þær munu sinna greiningu og ráðgjöf í leik- og grunnskólum eftir samkomulagi ríkis og sveitarfélaga um þjónustu talmeinafræðinga.