Sveitarstjórn Borgarbyggðar boðar til almennra íbúafunda í vikunni. Á fundunum verður skýrsla vinnuhóps um hagræðingu í fræðslumálum kynnt. Fundirnir verða alls fjórir og verða sem hér segir: Mennta- og menningarhúsinu Borgarnesi mánudaginn 2. nóvember klukkan 20:30, félagsheimilinu Lindartungu þriðjudaginn 3. nóvember klukkan 20:30, félagsheimilinu Þinghamri miðvikudaginn 4. nóvember klukkan 20:30 og félagsheimilinu Brún í Bæjarsveit fimmtudaginn 5. nóvember klukkan 20:30.