
Vinna við niðurrekstur rekstaura vegna byggingar nýs fjölnota íþróttahúss í Borgarnesi hefst í næstu viku.
Um er að ræða niðurrekstur rekstaura fyrir burðarvirki fjölnotahúss, áætlað að þessi áfangi framkvæmda standi yfir út maímánuð. Á þessu tímabili má búast við auknum umferðaþunga flutningabíla og hávaða við næsta nágrenni íþróttasvæðis.
Við leggjum mikla áherslu á að tryggja öryggi íbúa og vegfarenda meðan á framkvæmdum stendur. Vinsamlegast virðið lokanir, merkingar og leiðbeiningar á svæðinu. Foreldrar eru hvattir til að ræða við börn sín um að halda sig frá framkvæmdasvæðinu.
Við þökkum sýnda þolinmæði og biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem framkvæmdirnar kunna að valda og munum kappkosta að halda raski í lágmarki.
Frekari upplýsingar um framkvæmdina gefur Orri Jónsson hjá Eflu. Ábendingar eða athugasemdir skal senda á netfangið orri.jons@efla.is