Árshátíð Grunnskóla Borgarness

október 29, 2009
Árshátíð Grunnskóla Borgarness verður haldin í dag, fimmtudaginn 29. október í Menningarsal Borgarbyggðar í Menntaskólanum. Sýningar verða tvær kl. 16:30 og 18:30. Aðgangseyrir er kr. 500 fyrir 16 ára og eldri og fólk er beðið að koma með peninga því ekki er posi á staðnum.
Þema árshátíðarinnar í ár er GLEÐI og verður hún túlkuð á fjölbreytilegan hátt af nemendum allra bekkja skólans.
Ágóði af sýningunum rennur í ferðasjóð nemenda vegna
ferða í skólabúðir.
 
 

Share: