Söfnun á rúlluplasti í Borgarbyggð

október 26, 2009
Framundan er söfnun á rúlluplasti frá lögbýlum í Borgarbyggð. Þeir sem vilja láta sækja til sín plast, eru minntir á að skila inn beiðnum hið fyrsta en auglýsing um söfnunina var send út fyrir skemmstu.Söfnun á rúlluplasti 2009 – 2010, frá lögbýlum í Borgarbyggð, verður með eftirfarandi hætti. Farnar verða fjórar ferðir um sveitarfélagið til vors, þ.e. 29. október – 7. nóvember 2009, 21. – 30. janúar 2010, 15. – 24. apríl 2010 og 3. – 12. júní 2010. Auglýsingu má nálgast hér.
 

Share: