Tónlistarskóli Borgarfjarðar hefur gefið út afmælisrit af tilefni 40 ára afmælisins. Skólinn var stofnaður í september árið 1967.
Hér er gripið niður á þremur stöðum í inngang blaðsins sem Theodóra Þorsteinsdóttir, skólastjóri, hefur ritað. ,,Það er hátíð í bæ. Tónlistarskóli Borgarfjarðar fagnar fjörutíu ára afmæli. Í september árið 1967 var skólinn stofnaður og hefur hann vaxið og dafnað jafnt og þétt síðan“. ,,Tónlistarskólinn hefur alla tíð verið heppinn með stjórnendur og kennara sem hafa sinnt sínu starfi af ánægju og metnaði. Það starf sem hefur farið fram í Tónlistarskólanum hefur skilað sér út í samfélagið og ber héraðið þess merki að starf skólans hefur alla tíð verið öflugt og metnaðarfullt“. ,,Starf Tónlistarskóla Borgarfjarðar er mikil lyftistöng fyrir menningarlíf héraðsins …“.
Mynd með frétt: Olgeir Helgi Ragnarsson
-Sungið af innlifun-