Skipulagsauglýsing – lýsing á deiliskipulagi, Runkás

október 24, 2014
Runkás á Mýrum, lýsing á deiliskipulagi
 
Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti á fundi sínum þann 28. maí 2014 að auglýsa lýsingu vegna nýs deiliskipulags fyrir Runkás á Mýrum.
Um er að ræða breytta landnokun samkvæmt uppdrætti og greinargerð dags. 20. október 2014. Helstu breytingar eru að búnar verða til 6 lóðir þar af tvær með byggingarreit fyrir frístundahús.
Lýsingin liggur frammi í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi frá 24. október til 2. nóvember 2014 og á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is. Sjá hér.
Athugasemdir eða ábendingar skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 2. nóvember 2014 annað hvort í Ráðhús Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi eða á netfangið lulu@borgarbyggd.is
Lulu Munk Andersen
skipulags- og byggingarfulltrúi
 
 

Share: