Lionskonur tína rusl í Borgarnesi

október 22, 2013
Lionskonur úr Lionsklúbbnum Öglu hittust í Ljónagryfjunni mánudaginn 21. október 2013 vopnaðar hönskum og plastpokum til að tína upp rusl af götum og gangstígum á gönguferð sinni um Borgarnes. Þær voru glaðar og ánægðar með afraksturinn og áætla að fara fleiri slíkar ferðir á næstunni.
Myndina af þessum hressu konum og ruslapokunum tók Jóhanna Möller.
 

Share: