Stöðvum einelti – fundur í Mennta- og menningarhúsi

október 18, 2010
Nú stendur yfir eineltisátak Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra, Liðsmanna Jerico, Olweusaráætlunarinnar og Ungmennaráðs SAFT í samstarfi við Símann, mennta- og menningarmálaráðuneytið, félags- og tryggingamálaráðuneytið og heilbrigðisráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga og styrktaraðila, með fundum sem haldnir eru á 11 stöðum á landinu. Fundur verður í Borgarbyggð fimmtudaginn 21. október næstkomandi. Fundurinn verður haldinn í Mennta- og menningarhúsinu í Borgarnesi og hefst kl. 20.00 Sjá auglýsingu hér.
 
 

Share: