Borgarbyggð auglýsir laust til umsóknar afleysingarstarf í Búsetuþjónustu fatlaðra Borgarnesi.
Helstu verkefni:
Aðstoða fólk með fötlun í daglegu lífi.
Heimsending á matarbökkum frá Brákarhlíð.
Félagsleg liðveisla.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf í byrjun nóvember.
Umsækjandi skal vera eldri en 20 ára og hafa bílpróf.
Laun eru samkvæmt kjarasamningum.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðbjörg Guðmundsdóttir, forstöðumaður Búsetuþjónustu fatlaðra, í síma 893-9280 kl. 8.00-16.00 virka daga.