Stjörnuskin á hausttónleikum Tónlistarfélags Borgarfjarðar

október 13, 2010
Guðrún Ingimarsdóttir, sópran, Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanó og Sigrún Eðvaldsdóttir, fiðla koma fram á hausttónleikum Tónlistarfélags Borgarfjarðar í Borgarneskirkju föstudaginn 15. október. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.00.
Á efnisskránni eru verk eftir Bach, Händel, Holst, Villa Lobos, Mozart, Corelli og Tchaikovsky.
Listakonurnar hafa um árabil verið í fremstu röð íslenskra tónlistarmanna og hafa starfað saman við ýmis tækifæri. Framundan eru tónleikar víða um heim.
Almennur aðgangseyrir er 1500 krónur, 1000 krónur fyrir eldri borgara, frítt fyrir félaga í Tónlistarfélaginu.

Share: