Myndlistarsýning í Safnahúsi Borgarfjarðar

september 30, 2008
Steinunn Steinarsdóttir frá Tröð í Kolbeinsstaðarhreppi opnar sína fyrstu málverkasýningu í Safnahúsi Borgarfjarðar í Borgarnesi, þann 3. október, klukkan 16:00. Steinunn hefur teiknað og málað frá æsku. Á sýningunni mun hún sýna akrýlmálverk, mannamyndir og fleira.
 
Eitt af markmiðum menningarstefnu Borgarbyggðar er að veita ungum listamönnum í héraði tækifæri til að sýna verk sín og er þessi sýning einn liður í anda þess markmiðs.
 
 

Share: