Breytingar á húsnæði gamla Húsmæðraskólans að Varmalandi

september 28, 2007
Endurbætur standa nú yfir á húsnæði gamla Húsmæðraskólans á Varmalandi. Þremur efstu bekkjum grunnskólans hefur verið kennt í þessu húsnæði undanfarin ár. Þegar framkvæmdum verður lokið verða þar kennslustofur fyrir 5. – 10. bekk grunnskólans auk aðstöðu fyrir tölvustofu, bókasafn, sérkennsluaðstöðu, kennarastofu, félagsaðstöðu fyrir unglinga ofl.
Stefnt er að því að framkvæmdum verði lokið nú í október og þá munu kennsla hefjast þar að nýju. Yngri bekkirnir verða áfram í núverandi húsnæði grunnskólans.
Pétur Oddsson er húsasmiður verksins og starfsmenn Glitnis hafa séð um rafmagnið.
Myndir með fréttinni hefur tekið Jökull Helgason, verkefnastjóri framkvæmdasviðs.
 
 

Share: