Briddsfélag Borgarfjarðar byrjar á ný eftir sumarfrí á mánudag, 29. september. Að vanda verður spilað í Logalandi í Reykholtsdal. Fyrsta kvöldið og næstu mánudagskvöld þar á eftir verður spilaður eins kvölds tvímenningur. Byrjað er að spila kl. 20.00 og allir eru velkomnir.
Þá eru Rússakvöldin að hefjast að nýju í Edduveröld. Fyrsta Rússakvöldið er í kvöld, 24. september, og hefst kl. 20.00. Rússi verður svo spilaður í Edduveröld annan hvern miðvikudag a.m.k. til 19. nóvember.