Styrkir Menningarráðs Vesturlands fyrir árið 2013

september 24, 2012

Menningarráð Vesturlands auglýsir menningarstyrki sem veittir verða árið 2013. Um er að ræða viðburðarstyrki og stofn- og rekstrarstyrki. Umsóknarblöðin eru á sitthvoru umsóknarformi þar sem þetta eru ólíkir styrkir. Umsóknarfrestur rennur út 18. nóvember 2012 sem er heldur fyrr en vant er. Nánari upplýsingar, úthlutunarreglur og umsóknarform er að finna á heimasíðu Menningarráðs Vesturlands www.menningarviti.is

 

Stofn og rekstrarstyrkir
Tilgangur styrkjanna er að efla starfsemi á sviði lista, safna og menningararfs. Stuðla að nýsköpun í menningarstarfsemi og styðja við starfsemi sem fjölgar atvinnutækifærum á Vesturlandi. Umsækjendur geta verið, félög, fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög á Vesturlandi.
 
Menningarstyrkir
Tilgangur styrkjanna er að efla menningarstarfsemi á Vesturlandi. Umsækjendur geta verið einstaklingar, félagasamtök, fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög á Vesturlandi.
 
Menningarfulltrúi, Elísabet Haraldsdóttir, mun verða til viðtals í Ráðhúsi Borgarbyggðar í Borgarnesi miðvikudaginn 31. október næstkomandi. Hún veitir einnig upplýsingar um styrkina í síma 4332313 / 8925290 og með netpósti menning@vesturland.is
 

Share: