Spennandi sumarnámskeið fyrir börn í 4. – 7. bekk

júní 12, 2024
Featured image for “Spennandi sumarnámskeið fyrir börn í 4. – 7. bekk”

Spennandi sumarnámskeið fyrir börn fædd 2011 – 2014. 

Dansnámskeið 
Tveggja vikna námskeið í Borgarnesi frá 24. Júní – 5 júlí 2024
Tími: Kl 13:00 – 14:00
Staðsetning: Íþróttahúsið í Borgarnesi.
Verð: 5.300 kr.

Viku námskeið á Kleppjárnsreykjum 08. – 12. júlí 2024
Tími: Kl 14:00 – 15:00
Staðsetning: Íþróttahúsið á Kleppjárnsreykjum
Verð: 2.650 kr.

Markmið námskeiðsins er að hafa gaman, læra skemmtilega dansa í takt við skemmtilega tónlist.
Um Nadíu kennara námskeiðsins:
Nadía hefur æft dans frá 6. ára aldri. Hún hefur æft ýmsa dansstíla eins og ballet, jazzballet, nútímadans, musical theatre, stepdans og fleiri stíla en hefur lagt áherslu á street dans stíla eins og hiphop, dancehall, house og fleira frá 11 ára aldri og hefur kennt síðastliðinn þrjú ár nemendum alveg frá 5 ára aldri.
Hún hefur undirbúið og tekið þátt í fullt af sýningum bæði hér á landi og erlendis. Sýnt á sýningum eins og Barnamenningarhátíðinni í Eldborg, Hörpu, út um allan miðbæ Reykjavíkur á 17. júní, Menningarnótt og fleiri hátíðum, í auglýsingum, myndböndum og fleira. Hún hefur einnig keppt bæði hér á landi og í Svíþjóð, Ítalíu og Portúgal.
Nadía er hress og orkumikill dansari sem er spennt að taka á móti ykkur og kynna ykkur fyrir flottum og skemmtilegum street dans stílum sem eru vinsælir út um allan heim.

Námskeið með Húlludúllu í Borgarnesi 
Hvenær: 18.-21 júní 2024
Tími: 16:00 – 18:00
Staðsetning: Íþróttahúsinu í Borgarnesi
Verð: 4.240 kr.

Hver er Húlladúllan?
Húlladúllan er Unnur María Máney Bergsveinsdóttir. Hún er sjálfstætt starfandi sirkuslistakona, búsett á Ólafsfirði. Hún hefur starfað með Sirkus Íslands og breska sirkusnum Let’s Circus og hefur komið fram á ýmsum sirkussýningum í Frakklandi, Bretlandi og í Mexíkó. Auk þess að leika listir sínar kennir hún bæði börnum og fullorðnum hinar ýmsu sirkuslistir, með sérstakri áherslu á húlla, akró, loftfimleika og jafnvægiskúnstir. Hún lauk húllakennaranámi frá Live Love Hoop í Bristol árið 2016 og alþjóðlegu Social Circus kennaranámi á vegum Caravan sirkussamtakanna og Evrópusambandsins árið 2019. Unnur Máney starfar einnig með kabarettinum Drag-Súgi og með Reykjavík Kabarett og er stofnandi Akró Ísland hópsins.
https://hulladullan.is/

Skráning fer fram á síðunni www.sumar.vala.is 
Frekari upplýsingar veitir Hugrún Hulda forstöðukona í sumarfjörinu.
S: 847-7997
Tölvupóstur: hugrun.gudjonsdottir@borgarbyggd.is


Share: