Félagsmiðstöðin Bifröst

september 10, 2010
Starfsmaður óskast til að halda utan um kvöldstarf í félagsmiðstöð unglinga, Gauknum Bifröst í vetur.
Um er að ræða félagsmiðstöðvarstarf 1 x í viku fyrir unglinga í 7. – 10. bekk frá kl. 20.00 – 22.00
Starfsmaður þarf að hafa áhuga og helst reynslu af að vinna með unglingum og vera drífandi í að leiða þetta starf með þeim.
Að öðru leiti felst starfið í gæslu, umsjón með tækjum og hafa dagskrá í miðstöðinni í samráði við unglingaráð hennar.
Starfsmaður þarf að vera reglusamur og hafa hreint sakavottorð.
Umsóknir sendist til íþrótta og æskulýðfulltrúa á indridi@borgarbyggd.is eða í Ráðhús Borgarbyggðar fyrir 17. sept. n.k.
 
Nánari upplýsingar getur einnig Hjalti Sigurðarson nemi á Bifröst gefið um starfið en hann var í þessu skemmtilega starfi í fyrravetur.
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi.
 
 

Share: