Skuldaviðmið Borgarbyggðar undir 150%

september 10, 2012
Á fundi byggðarráðs síðastliðinn fimmtudag var lögð fram greinargerð frá KPMG ehf. sem sýnir að skuldaviðmið Borgarbyggðar er 146.3% í hlutfalli af tekjum. Í sveitarstjórnarlögum kemur fram að sveitarfélög mega ekki skulda meira en 150% í hlutfalli af tekjum. Í nýrri reglugerð um fjármál sveitarfélaga er ný skilgreining sem kallast skuldaviðmið og þar er sveitarfélögum heimilt að draga frá skuldahlutfalli leigutekjur frá ríkissjóði og þær lífeyrisskuldbindingar sem áætlað er að fyrst komi til greiðslu eftir 15 ár. Að teknu tilliti til þessa uppfyllir Borgarbyggð ákvæði sveitarstjórnarlaga um hámarks skuldsetningu sveitarfélaga og er skuldaviðmiðið eins og áður segir 146.3%
Framkvæmdir við nýja hjúkrunarálmu við dvalar- og hjúkrunarheimilið Brákarhlíð í Borgarnesi voru fjármagnaðar af Borgarbyggð, en 80% af framkvæmdakostnaði verður endurgreiddur í gegnum leigu frá ríkissjóði. Það eru fyrst og fremst þessar leigutekjur sem gera það að verkum að skuldaviðmið Borgarbyggðar lækkar og er komið undir viðmiðunarreglur sveitarfélaga.
 
 

Share: