Bros – fréttabréf Klettaborgar komið út

september 5, 2013
Bros – fréttabréf leikskólans Klettaborgar er komið út. Í Brosi má lesa fréttir úr skólanum, sagt er frá vetrarstarfinu, réttarferð, námskeiði fyrir foreldra og fl. Þá er einnig sagt frá því að Klettaborg, sem tilraunaleikskóli hjá Embætti landlæknis vegna handbókar um heilsueflandi leikskóla, mun í vetur leggja áherslu á tannvernd og mataræði. Leikskólinn Ugluklettur mun einnig taka þátt í verkefninu.
Gullkorn úr leikskólanum:
Starfsmaður: „Það er dótadagur á morgun, ég þarf að finna mér dót“. Barn: „Þú kemur nú bara með Morgunblaðið“.
 
Smellið hér til að lesa Bros.
 

Share: