Borgfirðingurinn Aðalsteinn Símonarson er Íslandsmeistari í rallý árið 2014. Þetta var ljóst eftir að hann og félagi hans Baldur Haraldsson frá Sauðárkróki lentu í öðru sæti í Rallý Reykjavík sem lauk um síðustu helgi og dugði það þeim til sigurs á Íslandsmótinu.
Í tilefni þessa færðu Björn Bjaki Þorsteinsson forseti sveitarstjórnar og Guðveig Eyglóardóttir formaður byggðarráðs Aðalsteini blómvönd frá sveitarfélaginu og tók Björn Bjarki meðfylgjandi mynd við það tækifæri.
Til hamingju Aðalsteinn.