Öll velkomin að renna í Dalhallanum

febrúar 12, 2024
Featured image for “Öll velkomin að renna í Dalhallanum”

Kæru íbúar

Dalhallinn sem liggur samsíða Borgarbrautinni í Borgarnesi er vinsæl brekka hjá bæði börnum og fullorðnum til að renna sér niður. Í öryggisskyni hafa verið sett dekk á grindverkið neðst í brekkunni en nokkuð hefur borið á slysum þar sem börn hafa hafnað á girðingunni á nokkurri ferð. Biðjum við íbúa áfram að sýna aðgát og gæta þess að renna ekki út á Borgarbrautina á ferð sinni niður brekkuna.


Share: