Umhverfisviðurkenningar Borgarbyggðar

september 3, 2009
Frá afhendingu umhverfisviðurkenninga mynd Þórhallur Teitsson
Umhverfisverðlaun Borgarbyggðar voru afhent á landbúnaðarsýningunni í Borgarnesi síðastliðna helgi. Viðurkenningu fyrir myndarlegasta býlið fengu ábúendur á Brúarlandi á Mýrum. Viðurkenningu fyrir snyrtilegustu lóð við atvinnuhúsnæði fengu eigendur Garðyrkjustöðvarinnar Laugalands í Stafholtstungum og eigendur Kjartansgötu 6 í Borgarnesi fyrir snyrtilegasta garð við

Ábúendur á Brúarlandi mynd_ Skessuhorn

íbúðarhús.
Þá veitti Umhverfis- og landbúnaðarnefnd viðurkenningu sem ekki er skilyrt fyrirfram. Þorsteinn Pétursson sem oft er kenndur við Hamra í Reykholtsdal, nú íbúi að Borgarbraut 65, hlaut viðurkenningu fyrir sjálfboðavinnu við að tína það rusl sem berst að Dvalarheimilinu í Borgarnesi og umhverfi þess. Rökstuðning nefndarinnar má sjá hér
 

Share: