Skráning í skátana – vetrarstarfið að hefjast

september 3, 2013
Vetrarstarf Skátafélags Borgarness er að hefjast og eins og alltaf verður mikið að gera hjá skátunum í vetur; leikir, útivera og fullt af fjöri. Meðal annars stendur til að fara í félagsútilegu, í vetrarstarfinu verður lögð áhersla á undirbúning fyrir landsmótið næsta sumar og fleira verður til gamans gert.
Krakkar eru hvattir til að koma og vera með en skráning í skátana verður í Óðali næsta sunnudag, 8. september frá kl. 15.00-18.00.
Auglýsingu má sjá hér.


 

Share: