TREX tekur við af Strætó

ágúst 24, 2009
Vegagerðin hefur nú leyst Borgarbyggð undan sérleyfi sem sveitarfélagið hafði vegna aksturs á sérleiðinni Borgarnes – Reykjavík. Akstri á leið 58 hjá Strætó, sem hefur farið í Borgarnes frá því um síðustu áramót, hefur verið hætt. Vegagerðin hefur tilkynnt sveitarfélaginu að samningar hafa tekist við TREX, sem sér um sérleyfisakstur á Norðvesturlandi, um að taka við einkaleyfi á sérleiðinni. Ferðir á vegum TREX á þessari akstursleið hófust síðastliðinn sunnudag.
 

Share: