Vinna við sparkvöllinn á Hvanneyri er í gangi um þessar mundir, en það er fyrirtækið Krákur ehf frá Blönduósi sem annast framkvæmd verksins.
Samkvæmt verksamningi felur verkið í sér að skila sparkvellinum tilbúnum fyrir lagningu á gervigrasi, með grindverki umhverfis völl og nánasta umhverfi frágengnu, ýmist með hellulögnum eða grasi.
Einnig felur verkið í sér lagningu á hitalögnum í völlinn og tengja stofnlagnir inn í grunnskólann, jafnframt því sem koma á upp ljósastaurum og leggja raflagnir.
Verklok eru áætluð í október 2007.
Jökull Helgason
Verkefnisstjóri framkvæmdasviðs
Ljósmynd JH